Erlent

Opinbera nafn árásarmannsins í Moskvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn hét Yevgeny Manyurov og var 39 ára gamall fyrrverandi öryggisvörður.
Maðurinn hét Yevgeny Manyurov og var 39 ára gamall fyrrverandi öryggisvörður. Vísir/AP

Yfirvöld Rússlands hafa nafngreint mann sem skaut tvo til bana í höfuðstöðvum FSB, leyniþjónustu Rússlands, í Moskvu í gær. Maðurinn hét Yevgeny Manyurov og var 39 ára gamall fyrrverandi öryggisvörður. tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ­öryggissveitir leituðu á heimili hans í úthverfi Moskvu í morgun en hann bjó með móður sinni.

Auk þeirra tveggja sem dóu eru fjórir særðir.

Skömmu eftir árásina í gær sögðu rússneskir miðlar frá heimildum um að árásarmennirnir hefðu verið þrír. Nú hefur verið staðfest að Manyurov var einn að verki. Hann flúði af vettvangi en var króaður af skammt frá. Þar skiptist hann á skotum við öryggissveitir um tíma en á endanum var hann felldur.

Reuters hefur eftir nágrönnum Manyurov að hann hafi verið þögull og mikill áhugamaður um byssur. hann hafi átt í litlum samskiptum við nágranna sína.



Miðillinn REN TV hefur birt myndir frá heimili Manyurov sem sýna fjölmargar byssur og jafnvel handsprengjur sem hann átti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×