Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 13:43 Mál konunnar fær nú efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“ Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira