Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 13:43 Mál konunnar fær nú efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“ Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira