Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 14:22 Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að klára Brexit fyrir 31. janúar. EPA/VICKIE FLORES Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira