Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:56 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára rekstri á næsta ári. Vísir/vilhelm Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Sjá meira
Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Sjá meira