Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 17:41 Ísland er ekki á vetraráætlun flugfélagsins. Vísir/Getty Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira