Fjölnir tyllti sér á topp Inkassodeildar karla með naumum eins marks sigri á Njarðvík í dag.
Það voru heimamenn sem byrjuðu betur á Extra vellinum í Grafarvogi en náðu ekki að koma marki í leikinn. Fjölnismenn sóttu og sóttu án árangurs á móti þéttri vörn Njarðvíkur.
Sigurmarkið kom loksins á 85. mínútu leiksins, Hans Viktor Guðmundsson skoraði það eftir sendingu frá Sigurpáli Melberg Pálssyni.
Njarðvíkingar náðu ekki að svara og Fjölnir fór með eins marks sigur.
Sigurinn þýðir að Fjölnir fer upp fyrir Keflavík og Víking Ó. og tekur toppsæti Inkassodeildarinnar með 12 stig. Njarðvíkingar sitja í sjötta sæti með sjö stig.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fjölnir fór á toppinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
