Tveir einstaklingar slösuðust í bílslysi í nágrenni Húnavers um hádegisbilið í dag.
Lögreglan á Blönduósi segir í samtali við RÚV að hinir slösuðu hafi verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar. Þyrlan lenti á Landspítalanum í Fossvogi laust fyrir klukkan hálf tvö.
Tveir bílar rákust saman en aðeins farþegar úr öðrum bílnum voru fluttir með þyrlunni. Beita þurfti klippum til ná fólki út úr bílnum en fólkið var með meðvitund þegar lögreglan mætti á vettvang.
Ekkert liggur fyrir um alvarleika meiðslanna að svo stöddu.
Innlent