Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Tíbeska þjóðfrelsishreyfingin var öllu meira áberandi á árum áður. Nordicphotos/Getty Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“ Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“
Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent