Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, skrifaði í dag undir eins árs samning við lið KR í Domino's deild kvenna.
Hildur er 24 ára og hefur spilað erlendis síðustu ár, hún var á Spáni síðustu tvö tímabil og þar áður í bandaríska háskólaboltanum.
Hún á að baki 25 landsleiki fyrir Ísland og hefur verið í lykilhlutverki í landsliðinu síðustu misseri.
KR var nýliði í Domino's deildinni á nýliðinni leiktíð en kom mörgum á óvart með því að koma sér í Domino's deildina. Þar tapaði liðið fyrir verðandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum.
Körfubolti