(Þrætu)epli bara á jólunum Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skóla - og menntamál Trúmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun