Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 07:26 Björgunarsveitarkona stendur vaktina í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00