Google segist hafa náð þáttaskilum í þróun skammtatölva Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 11:32 Sundar Pichai, forstjóri Google, við hlið örgjörvans, sem er í stærri kantinum. Vísir/Google Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019 Google Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google segir starfsmenn fyrirtækisins hafi náð miklum áfanga í þróun skammtatölva. Í grein sem birtist í Nature í dag segir að Google hafi þróað örgjörva sem hafi á 200 sekúndum unnið útreikninga sem hefðbundin ofurtölva þyrfti tíu þúsund ár til að reikna. Örgjörvinn sem um ræðir ber nafnið Sycamore.Stærstu tæknifyrirtæki heims vinna hörðum höndum að þróun skammtatölva og er talið að þær muni að endingu geta breytt heiminum verulega. Nánar tiltekið þá segir Google að örgjörvinn hafi náð „skammta-yfirráðum“ eða Quantum Supremacy. Það er hugtak sem þýðir að fyrirtækið hafi hannað skammtatölvu sem geti unnið verk sem hefðbundnar tölvur geti ekki unnið á líftíma þeirra. Í viðtali við MIT Technology Review ber Sundar Pichai, forstjóri Google, afrek fyrirtækisins við fyrsta flug Wright-bræðranna. Sú flugvél þeirra bræðra hafi einungis flogið í tólf sekúndur en þrátt fyrir það hafi þeir sannað að flug væri hægt.Sérfræðingar segja enn mörg ár í að hægt verði að nota skammtatölvur á markvissan hátt.Hér má sjá útskýringu Vísindavefsins um skammtatölvur.Grein Google var birt fyrir mistök fyrir mánuði síðan og voru niðurstöðurnar þá gagnrýndar af sérfræðingum og þá sérstaklega sérfræðingum IBM, sem vinna einnig að þróun skammtatölva og byggðu ofurtölvuna sem Google ber getu Sycamore við. IBM segir í bloggfærslu sem birt var á mánudaginn að Google hafi vanmetið getu ofurtölvunnar Summit verulega. Sú tölva gæti gert það sem Google segir á tveimur og hálfum sólarhring en ekki tíu þúsund árum.Excited about what quantum computing means for the future - it gives us another way to speak the language of the universe and better understand the world, not just in 1s and 0s but in all of its states: beautiful, complex, and with limitless possibility. https://t.co/P6YX4KguMX — Sundar Pichai (@sundarpichai) October 23, 2019
Google Tækni Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira