Pompeo gagnrýndi Obama harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 15:53 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur. Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnd Barack Obama, fyrrverandi forseta, harðlega í ræðu í Kaíró nú í dag. Pompeo sagði Obama hafa skaðað orðspor og hlutverk Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, hafa skaðað bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu og ekki staðið nægjanlega í hárinu á Íran. Hann sagði Obama hafa verið barnalegan og ragan. Þá sagði utanríkisráðherrann að Bandaríkin hefðu lært af mistökum sínum í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin væru nú orðin afl til góðs á svæðinu. Pompeo minntist ekkert á mannréttindi íbúa og hrósaði einræðisríkjunum Sádi-Arabíu og Barein í hástert fyrir að sporna gegn áhrifum Íran. Pompeo gagnrýndi Obama einnig fyrir ræðu hans í Kaíró árið 2009, þegar forsetinn sagði að Bandaríkin sætu ekki á svörum við flóknum vandræðum Mið-Austurlanda. Pompeo sagði Obama ekki hafa sýnt nægjanlegt stolt og að tímabil sjálfs-skammar væri liðið í Bandaríkjunum..@SecPompeo: "The age of self-inflicted American shame is over and so are the policies that produced so much needless suffering." Watch complete remarks in Cairo, Egypt here: https://t.co/1Q5Z3bl8dEpic.twitter.com/ucafKRW41P — CSPAN (@cspan) January 10, 2019 Það hefur vakið mikla athygli að meðal þeirra mistaka sem Pompeo sagði að Bandaríkin hefðu lært af væri að þegar Bandaríkin færu í flýti frá átakasvæðum fylltist það tómarúm sem eftir yrði oft með óreiðu. Þetta sagði hann þrátt fyrir skyndiákvörðun Donald Trump, forseta, að kalla um tvö þúsund hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Sú ákvörðun kom ráðgjöfum og starfsmönnum Trump, sem og forsvarsmönnum hersins, verulega á óvart og leiddi til þess að Jim Mattis, varnarmálaráðherra sagði af sér. Pompeo ítrekaði að hermennirnir myndu fara frá Sýrlandi en sagði að þrátt fyrir það yrði baráttunni gegn Íslamska ríkinu haldið áfram og hann sagði einnig að Bandaríkin myndu bola öllum Írönum frá Sýrlandi. Hann sagði þó ekki hvernig ríkisstjórn Trump ætlaði að gera það og þá sérstaklega með tilliti til þess að sýrlenskir Kúrdar, helstu og jafnframt einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi, líta á ákvörðun Trump sem svik og að Tyrkir hafi ítrekað hótað að gera innrás í Sýrlandi og herja á sýrlenska Kúrda. Samtökin National Security Action, sem inniheldur að mestu fyrrverandi starfsmenn Obama, sögðu ræðu Pompeo vera smásálarlega. „Að þessi ríkisstjórn finni enn þörfina, nærri því tíu árum síðar, til að gagnrýna viðleitni til að mynda tengsl við íbúa Mið-Austurlanda og vestrænna ríkja bendir ekki bara á smásálarleika ríkisstjórnar Donald Trump, heldur einnig á skort á sýn ríkisstjórnarinnar varðandi hlutverk Bandaríkjanna á svæðinu og höfnun gilda Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.Ræðu Pompeo má sjá hér að neðan. Hún hefst eftir um níu mínútur.
Bandaríkin Barein Íran Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent