„Í dag er 10. janúar, hávetur skv. almanakinu. Greiðfært er um land allt og ekki einn hálkublettur á veginum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig þaðan með ströndinni austur á Þórshöfn, greiðfært og þurr vegur þaðan um Sandvíkurheiði á Vopnafjörð. Hvorki snjór né hálka heldur á sjálfri Fjarðarheiðinni,“ segir Einar á Facebook-síðu sinn.
Einar lítur einnig til Vestfjarða þar sem sömu sögu er að segja.
„Hægt að aka sem á besta sumardegi væri til Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Og hvað þá norður í Árneshrepp eins og kort Vegagerðarinnar ber með sér.“
Vegir eru að auk nánast þurrir, það er þeir malbikuðu.
„Þetta er lyginni líkast en vitanlega aðeins í boði í dag,“ segir Einar sem nýlega opnaði vef þar sem finna má veðurfarslegar upplýsingar.