Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 11:51 Dagur Sigurðsson var léttur á æfingu japanska landsliðsins í dag. vísir/tom Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands og þjálfari Evrópumeistara Þýskalands árið 2016, er mættur með sína stráka í japanska landsliðinu til München en Japan er í riðli með Íslandi og hefur leik á morgun gegn Makedóníu. Dagur stýrir Japan nú í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti en hann kvaddi þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan. Undirbúningur liðsins miðast við Ólympíuleikana í Japan sem fara fram í ágúst á næsta ári. Valsarinn var léttur á æfingunni sem fram fór í Ólympíuhöllinni í München þar sem að leikir B-riðils verða spilaðir og virkuðu strákarnir hans gríðarlega spenntir fyrir því að vera mættir í vöggu handboltans. Eftir æfinguna voru nokkrir fljótir að rífa upp símana og mynda allt sem fyrir augum þeirra var í þessari sögufrægu höll. Þeir voru mest spenntir fyrir nokkrum risaskjáum þar sem japanska landsliðið var boðið velkomið til leiks á HM 2019. Japanska liðið hafnaði í 22. sæti af 24 liðum á síðasta heimsmeistaramóti og hefur gengið misvel í undirbúningi fyrir mótið í Þýskalandi og Danmörku. Strákarnir hans dags unnu þó flottan sigur á Pólverjum í aðdraganda HM sem ætti að styrkja trú leikmannanna fyrir leikinn gegn Makedóníumönnum á morgun. Japan ríður á vaðið á morgun klukkan 14.30 en það á fyrsta leik dagsins gegn Makedóníu. Ísland tekur svo við klukkan 17.00 þegar að það mætir Króatíu en Aron Kristjánsson, þriðji íslenski þjálfarinn í riðlinum, mætir svo Spáni með Barein í lokaleik morgundagsins.Leikmenn Japan að taka myndir í höllinni í dag.vísir/tomVelkomnir!vísr/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands og þjálfari Evrópumeistara Þýskalands árið 2016, er mættur með sína stráka í japanska landsliðinu til München en Japan er í riðli með Íslandi og hefur leik á morgun gegn Makedóníu. Dagur stýrir Japan nú í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti en hann kvaddi þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan. Undirbúningur liðsins miðast við Ólympíuleikana í Japan sem fara fram í ágúst á næsta ári. Valsarinn var léttur á æfingunni sem fram fór í Ólympíuhöllinni í München þar sem að leikir B-riðils verða spilaðir og virkuðu strákarnir hans gríðarlega spenntir fyrir því að vera mættir í vöggu handboltans. Eftir æfinguna voru nokkrir fljótir að rífa upp símana og mynda allt sem fyrir augum þeirra var í þessari sögufrægu höll. Þeir voru mest spenntir fyrir nokkrum risaskjáum þar sem japanska landsliðið var boðið velkomið til leiks á HM 2019. Japanska liðið hafnaði í 22. sæti af 24 liðum á síðasta heimsmeistaramóti og hefur gengið misvel í undirbúningi fyrir mótið í Þýskalandi og Danmörku. Strákarnir hans dags unnu þó flottan sigur á Pólverjum í aðdraganda HM sem ætti að styrkja trú leikmannanna fyrir leikinn gegn Makedóníumönnum á morgun. Japan ríður á vaðið á morgun klukkan 14.30 en það á fyrsta leik dagsins gegn Makedóníu. Ísland tekur svo við klukkan 17.00 þegar að það mætir Króatíu en Aron Kristjánsson, þriðji íslenski þjálfarinn í riðlinum, mætir svo Spáni með Barein í lokaleik morgundagsins.Leikmenn Japan að taka myndir í höllinni í dag.vísir/tomVelkomnir!vísr/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00