Ótrúlegt mannhaf beið Flamengo í Rio Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Það var stemning í Rio í gær vísir/getty Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00