Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 19:15 Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51