Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 21. júlí 2019 13:03 Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum, segir að auka þurfi fræðslu og umræðu í samfélaginu um hatursglæpi. Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15