Umboðsmaður Bale segir Zidane vera til skammar Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Zidane að ýta Bale burt frá Real Madrid Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira
Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Sjá meira