Stuðningsmenn United handteknir oftast fyrir kynþáttaníð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júní 2019 08:00 Old Trafford er stærsti félagsliðavöllur á Englandi og því er almennt mestur fjöldi áhorfenda á leikjum Manchester United vísir/getty Stuðningsmenn Manchester United voru oftast handteknir fyrir kynþáttaníð í tengslum við fótboltaleiki samkvæmt skýrslu frá yfirvöldum á Englandi.SkySports greinir frá því að í nýrri skýrslu frá lögregluyfirvöldum á Englandi að frá árunum 2014-2018 voru stuðningsmenn United handteknir oftast stuðningsmanna allra félaga á Englandi vegna fótboltatengdra atvika sem snérust um kynþáttaníð. Á þessum tíma voru 27 stuðningsmenn United handteknir. Næstir komu 15 stuðningsmenn B-deildarliða Leeds og Millwall. 14 stuðningsmenn Leicester voru handteknir á tímabilinu og 13 stuðningsmenn Chelsea. Á síðasta tímabili fór mikið fyrir atvikum tengdum kynþáttaníði á völlum Englands en töluleg gögn fyrir tímabilið liggja ekki fyrir. Lögregluyfirvöld vilja þó benda á að í hverju tilfelli þarf sá lögregluþjónn sem sér um handtökuna að merkja sérstaklega við það í skýrslu sinni að um kynþáttaníð hafi verið að ræða og því séu gögnin kannski ekki hundrað prósent nákvæm. Talsmaður frá Manchester United sagði að þetta væri þó aðeins örlítið brot af stuðningsmönnum félagsins sem alla jafna fær 69 þúsund stuðningsmenn á hvern heimaleik og þrjú þúsund á útileiki. „Kynþáttaníð á ekki heima í okkar leik eða í samfélaginu og erum við einbeitt á að vinna að því að útrýma mismunun í hvaða formi sem er,“ sagði talsmaður United. „Þessi tölfræði á við 0,0004 prósent af stuðningsmannahóp okkar og endurspeglar ekki á nokkurn hátt sjónarmið stuðningsmanna okkar sem heild.“ England Enski boltinn Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United voru oftast handteknir fyrir kynþáttaníð í tengslum við fótboltaleiki samkvæmt skýrslu frá yfirvöldum á Englandi.SkySports greinir frá því að í nýrri skýrslu frá lögregluyfirvöldum á Englandi að frá árunum 2014-2018 voru stuðningsmenn United handteknir oftast stuðningsmanna allra félaga á Englandi vegna fótboltatengdra atvika sem snérust um kynþáttaníð. Á þessum tíma voru 27 stuðningsmenn United handteknir. Næstir komu 15 stuðningsmenn B-deildarliða Leeds og Millwall. 14 stuðningsmenn Leicester voru handteknir á tímabilinu og 13 stuðningsmenn Chelsea. Á síðasta tímabili fór mikið fyrir atvikum tengdum kynþáttaníði á völlum Englands en töluleg gögn fyrir tímabilið liggja ekki fyrir. Lögregluyfirvöld vilja þó benda á að í hverju tilfelli þarf sá lögregluþjónn sem sér um handtökuna að merkja sérstaklega við það í skýrslu sinni að um kynþáttaníð hafi verið að ræða og því séu gögnin kannski ekki hundrað prósent nákvæm. Talsmaður frá Manchester United sagði að þetta væri þó aðeins örlítið brot af stuðningsmönnum félagsins sem alla jafna fær 69 þúsund stuðningsmenn á hvern heimaleik og þrjú þúsund á útileiki. „Kynþáttaníð á ekki heima í okkar leik eða í samfélaginu og erum við einbeitt á að vinna að því að útrýma mismunun í hvaða formi sem er,“ sagði talsmaður United. „Þessi tölfræði á við 0,0004 prósent af stuðningsmannahóp okkar og endurspeglar ekki á nokkurn hátt sjónarmið stuðningsmanna okkar sem heild.“
England Enski boltinn Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Leikmenn hætta á samfélagsmiðlum í sólarhring til að mótmæla rasisma Fótboltamenn á Englandi og í Wales ætla að hunsa samfélagsmiðla í sólarhring til þess að mótmæla aðgerðarleysi samfélagsmiðla og fótboltayfirvalda í tengslum við kynþáttaníð. 18. apríl 2019 19:30
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti