Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 17:41 Guyger í dómshúsinu í Dallas í síðustu viku. AP/Tom Fox Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars. Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20