Þúsund konur fjölmenna á bíókvöld Bleiku slaufunnar Tinni Sveinsson skrifar 1. október 2019 15:45 Fjölmargar þekktar íslenskar konur taka þátt í átaksverkefninu Bleiku slaufunni í ár. Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira