Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, búsáhöld og frídagar Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 15:00 Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52