Umfjöllun Þjóðmála um Kjarnann ekki fréttaskýring Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 14:10 Kjarninn var gagnrýninn á ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og Leiðréttinguna þegar Sigurður Már (t.v.) var upplýsingafulltrúi hennar. Þórður Snær (t.h.) skrifaði meðal annars leiðara gegn Leiðréttingunni. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði frá kæru ritstjóra vefmiðilsins Kjarnans á hendur fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar og ritstjóra tímaritsins Þjóðmála vegna greinar um Kjarnann. Meirihluti nefndarinnar taldi að greinin væri ekki fréttefni eða skýring og bæri frekar keim af skoðanagrein. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, kærði þá Sigurð Má Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Gísla Frey Valdórsson, ritstjóra Þjóðmála, vegna greinar sem sá fyrrnefndi skrifaði í Þjóðmál í apríl. Í grein sinni sakaði Sigurður Má Kjarnann um að hafa verið settur á fót af vinstrimönnum sem vildu veita ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mótstöðu árið 2013. Sigurður Már var upplýsingafulltrúi þeirrar ríkisstjórnar. Í kærunni sakar Þórður Snær Sigurð Má meðal annars um að hafa „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. Í úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins sem var birtur í dag kemur fram að nefndin taldi grein Sigurðar Más falla utan verksviðs hennar þar sem hún gæti ekki talist fréttaefni eða fréttaskýring. Það gerði hún þrátt fyrir að Sigurður Má hafi sjálfur lýst greininni sem „fréttaskýringu“ í færslu á bloggsíðu sinni. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í úrskurðinum. Kæru Þórðar Snæs var því vísað frá. Einn nefndarmaður var ósammála meirihlutanum um að vísa kærunni frá. Friðrik Þór Guðmundsson taldi að virða bæri lýsingu Sigurðar Más á greininni sem „fréttaskýringu“ og því bæri að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Sakar fyrrum upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar um rangfærslur Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skrifaði grein þar sem gefið er í skyn að Kjarninn sé notaður til að kaupa áhrif fyrir borgaralega vinstristefnu. 26. apríl 2019 16:00