Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. Magnús Már Einarsson „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
„Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira