Lífið

Leikari úr Wa­yne's World og Jac­kass látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Rip Taylor var litríkur skemmtikraftur.
Rip Taylor var litríkur skemmtikraftur. Getty
Bandaríski skemmtikrafturinn Rip Taylor er látinn, 84 ára að aldri.

Taylor var þekktur sem Kóngur glitpappírsins (e. King of Confetti) og Grátandi grínistinn, með oft á tíðum litríka framkomu.

Rip Taylor og Wayne í Wayne's World 2.
Margir muna eftir Taylor úr kvikmyndinni Wayne‘s World 2 frá árinu 1993 þar sem hann lék sjálfan sig. Aðstoðaði hann félagana Wayne og Garth að koma tónlistarhátíðinni Waynestock almennilega á koppinn með því að lofa því að koma sjálfur fram á hátíðinni sem sérstakur gestur. Þá birtist Taylor einnig í fyrstu þremur Jackass-myndunum.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í kvöld, en útgefandi Taylor staðfesti að hann hafi andast í Los Angeles fyrr í dag.

Grínferill spannaði einhverja sex áratugi og kom hann fram í ótal sjónvarpsþáttum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×