Væri hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að heimila innflutning á móteitri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 20:30 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira