Keypti sér ítrekað flugmiða til að stela hátt í þrjú hundruð tóbakskartonum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 15:45 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira