Úr fjölmiðlum og beint á barinn Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2019 08:42 Óneitanlega tekur Jóhannes Tryggvason kvikmyndagerðarmaður og nú vert sig vel út bak við barborðið. visir/vilhelm Viðvarandi atgervisflótti hefur verið úr stétt fjölmiðlamanna. Árum saman. Þekkt er að margir þeirra færa sig yfir í að verða almannatenglar eða PR-fólk eftir að hafa afplánað í hinum harða og vanþakkláta heimi fjölmiðlunar. Og prísa sig sæla. En, ekki allir. Jóhannes Tryggvason fór á barinn. Eftir að hafa starfað hjá Ríkissjónvarpinu árum saman venti hann sínu kvæði í kross og hefur verið að endurreisa hið fornfræga Djúp sem var rekið í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu við Hafnar- og Pósthússtræti. Mismikill menningarbragur er á hinum og þessum börum, krám og pöbbum. Í mörgum tilfellum er erfitt að fegra þá starfsemi sem þar fer fram hvar fólk kemur saman í þeim eina tilgangi að fóðra fíkn sína. En stundum er þetta margslungnara og svo er í þessu tilfelli.Málverkasýningar og jasstónleikar í Djúpinu Djúpið var á árum áður, auk þess að vera bar, merk menningarstofnun. Þar voru haldnir jasstónleikar og málverkasýningar. Til dæmis var sjálfur Alfreð Flóki með eftirminnilega málverkasýningu í Djúpinu svo dæmi sé nefnt af algjöru handahófi.En, hvernig er þetta til komið, að Jóhannes sé óvænt orðinn vert? „Ég er tengdasonur hjónanna á Horninu og ég og Ólöf Jakobsdóttir, konan mín, erum að reyna að blása nýju lífi í Djúpið. Ólöf er matreiðslumeistari og kokkur á Horninu og ég hef lengi sagt við hana og foreldra hennar að það ætti að nýta þennan fallega sal betur og opna bara bar þarna. Og svo þegar ég sagði upp á RÚV þá sögðu þau að bragði að ég ætti bara að láta slag standa.“Jóhannes ásamt Ólöfu sem hefur leitt hann í gegnum ferlið. Hann kunni ekki einu sinni að skipta um bjórkút.visir/vilhelmJóhannes telur vert að það komi skýrt fram að hann stendur ekki einn í endurreisn Djúpsins. „Ég hefði aldrei getað þetta einn, Ólöf er fagaðilinn sem kemur að þessu. Ég kunni ekki að skipta um bjórkút né gera upp posa fyrir viku síðan svo að það er eins gott að hún heldur í höndina á mér.“ Sem áður sagði gegndi Djúpið menningarhlutverki í borginni og Jóhannes segir þau hafa fullan hug á að endurvekja þá menningartengingu. Til dæmis með tónleikahaldi og í kvöld treður Skúli Mennski upp. Hornið er með elstu starfandi veitingahúsum á landi ef ekki sá elsti. Staðurinn er stofnaður árið 1979, þótti þá sæta miklum tíðindum með því að bjóða upp á hið ítalska eldhús og mun fagna fjörutíu ára afmæli í næsta mánuði.Gæti vel orðið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks Jóhannes hefur lengi starfað við fjölmiðla, sem tæknimaður og hóf sinn feril á Skjá einum fyrir tuttugu árum. Hann flutti sig til RÚV árið 2012. Þetta eru því talsverð viðbrigði fyrir Jóhannes, að hverfa úr því ati og fara bak við barborðið? „Heldur betur. Ég ætlaði að vera farinn í að vera freelance kvikmyndagerðarmaður núna eins og ég var áður en ég byrjaði hjá RÚV 2012. En örlögin tóku í taumana.“ En, hvernig sér hann fyrir sér veruna á bak við barborðið? Nú er steríótýpan sú að barþjónn verði að vera hálfgildings sálfræðingur sem hlustar á raunir slompaðra viðskiptavina sinna.Ertu klár í það hlutverk? „Ég verð bara að marka mér sérstöðu. Ég vann við eftirvinnslu kvikmynda og kenndi í bæði kvikmyndaskólanum og tækniskólanum svo að ég get verið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks sem er að barma sér yfir frosnum tölvum og löngum rendertímum.“Hornið er eitt elsta veitingahús landsins og nú hefur rís Djúpið úr ... djúpinu, ef svo má segja. Þar var á árum áður lífleg menningarstarfsemi.visir/vilhelmÞá gæti Djúpið hæglega orðið blaðamannabar en slíkan stað vantar. Eða, í það minnsta er ekki betur að heyra á fréttastofu Vísis en að stemmning sé fyrir slíku. „Gárungarnir eru þegar byrjaðir að kalla barborðið „colorbar“ eftir stillimyndum í sjónvarpi, eða þá „progress bar“ eins og klipparar þekkja svo vel. Fréttablaðið er líka flutt í næstu götu, ég verð að leggja rækt við góð samskipti við blaðamennina þar.“Blaðamenn sérstaklega velkomnir Allar alvöru borgir verða að eiga sinn blaðamannabar. Kristinn Hrafnsson, nú ritstjóri Wikileaks, viðraði fyrir mörgum árum þá hugmynd að nær væri fyrir Blaðamannafélagið að það keypti bar og ræki hann fremur en þessa sumarbústaði sem eru í eigu félagsins. „Já, mæli Kristinn manna heilastur,“ segir Jóhannes. Reyndar rámar blaðamann Vísis í að einhvern tíma hafi verið gerð könnun meðal barþjóna, um hvaða stétt væri leiðinlegust við barborðið og þá voru prestar þeir einu sem skákuðu blaðamönnum.En, það væntanlega aftrar þér ekki frá því að bjóða fjölmiðlamenn velkomna?„Verandi enn þá með annan fótinn í þeirri stétt þá gæti ég nú varla úthýst fjölmiðlafólki.“ En, að allt öðru. Jóhannes segir tengdaforeldrana káta með að hann sé nú að taka upp þennan kyndil. „Já, þau eru bara ánægð að við séum að nýta húsið betur. Núna þegar framkvæmdum þarna í nágrenninu er loksins að ljúka er kominn grundvöllur fyrir því að hafa opið, sérstaklega eftir að torgið við Bæjarins Bestu var gert upp og hætti að vera bílastæði. Þó að þau sjái eftir stæðunum þá sjá þau eins og ég tækifærin í að nýta innganginn þeim megin.“ Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Viðvarandi atgervisflótti hefur verið úr stétt fjölmiðlamanna. Árum saman. Þekkt er að margir þeirra færa sig yfir í að verða almannatenglar eða PR-fólk eftir að hafa afplánað í hinum harða og vanþakkláta heimi fjölmiðlunar. Og prísa sig sæla. En, ekki allir. Jóhannes Tryggvason fór á barinn. Eftir að hafa starfað hjá Ríkissjónvarpinu árum saman venti hann sínu kvæði í kross og hefur verið að endurreisa hið fornfræga Djúp sem var rekið í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu við Hafnar- og Pósthússtræti. Mismikill menningarbragur er á hinum og þessum börum, krám og pöbbum. Í mörgum tilfellum er erfitt að fegra þá starfsemi sem þar fer fram hvar fólk kemur saman í þeim eina tilgangi að fóðra fíkn sína. En stundum er þetta margslungnara og svo er í þessu tilfelli.Málverkasýningar og jasstónleikar í Djúpinu Djúpið var á árum áður, auk þess að vera bar, merk menningarstofnun. Þar voru haldnir jasstónleikar og málverkasýningar. Til dæmis var sjálfur Alfreð Flóki með eftirminnilega málverkasýningu í Djúpinu svo dæmi sé nefnt af algjöru handahófi.En, hvernig er þetta til komið, að Jóhannes sé óvænt orðinn vert? „Ég er tengdasonur hjónanna á Horninu og ég og Ólöf Jakobsdóttir, konan mín, erum að reyna að blása nýju lífi í Djúpið. Ólöf er matreiðslumeistari og kokkur á Horninu og ég hef lengi sagt við hana og foreldra hennar að það ætti að nýta þennan fallega sal betur og opna bara bar þarna. Og svo þegar ég sagði upp á RÚV þá sögðu þau að bragði að ég ætti bara að láta slag standa.“Jóhannes ásamt Ólöfu sem hefur leitt hann í gegnum ferlið. Hann kunni ekki einu sinni að skipta um bjórkút.visir/vilhelmJóhannes telur vert að það komi skýrt fram að hann stendur ekki einn í endurreisn Djúpsins. „Ég hefði aldrei getað þetta einn, Ólöf er fagaðilinn sem kemur að þessu. Ég kunni ekki að skipta um bjórkút né gera upp posa fyrir viku síðan svo að það er eins gott að hún heldur í höndina á mér.“ Sem áður sagði gegndi Djúpið menningarhlutverki í borginni og Jóhannes segir þau hafa fullan hug á að endurvekja þá menningartengingu. Til dæmis með tónleikahaldi og í kvöld treður Skúli Mennski upp. Hornið er með elstu starfandi veitingahúsum á landi ef ekki sá elsti. Staðurinn er stofnaður árið 1979, þótti þá sæta miklum tíðindum með því að bjóða upp á hið ítalska eldhús og mun fagna fjörutíu ára afmæli í næsta mánuði.Gæti vel orðið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks Jóhannes hefur lengi starfað við fjölmiðla, sem tæknimaður og hóf sinn feril á Skjá einum fyrir tuttugu árum. Hann flutti sig til RÚV árið 2012. Þetta eru því talsverð viðbrigði fyrir Jóhannes, að hverfa úr því ati og fara bak við barborðið? „Heldur betur. Ég ætlaði að vera farinn í að vera freelance kvikmyndagerðarmaður núna eins og ég var áður en ég byrjaði hjá RÚV 2012. En örlögin tóku í taumana.“ En, hvernig sér hann fyrir sér veruna á bak við barborðið? Nú er steríótýpan sú að barþjónn verði að vera hálfgildings sálfræðingur sem hlustar á raunir slompaðra viðskiptavina sinna.Ertu klár í það hlutverk? „Ég verð bara að marka mér sérstöðu. Ég vann við eftirvinnslu kvikmynda og kenndi í bæði kvikmyndaskólanum og tækniskólanum svo að ég get verið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks sem er að barma sér yfir frosnum tölvum og löngum rendertímum.“Hornið er eitt elsta veitingahús landsins og nú hefur rís Djúpið úr ... djúpinu, ef svo má segja. Þar var á árum áður lífleg menningarstarfsemi.visir/vilhelmÞá gæti Djúpið hæglega orðið blaðamannabar en slíkan stað vantar. Eða, í það minnsta er ekki betur að heyra á fréttastofu Vísis en að stemmning sé fyrir slíku. „Gárungarnir eru þegar byrjaðir að kalla barborðið „colorbar“ eftir stillimyndum í sjónvarpi, eða þá „progress bar“ eins og klipparar þekkja svo vel. Fréttablaðið er líka flutt í næstu götu, ég verð að leggja rækt við góð samskipti við blaðamennina þar.“Blaðamenn sérstaklega velkomnir Allar alvöru borgir verða að eiga sinn blaðamannabar. Kristinn Hrafnsson, nú ritstjóri Wikileaks, viðraði fyrir mörgum árum þá hugmynd að nær væri fyrir Blaðamannafélagið að það keypti bar og ræki hann fremur en þessa sumarbústaði sem eru í eigu félagsins. „Já, mæli Kristinn manna heilastur,“ segir Jóhannes. Reyndar rámar blaðamann Vísis í að einhvern tíma hafi verið gerð könnun meðal barþjóna, um hvaða stétt væri leiðinlegust við barborðið og þá voru prestar þeir einu sem skákuðu blaðamönnum.En, það væntanlega aftrar þér ekki frá því að bjóða fjölmiðlamenn velkomna?„Verandi enn þá með annan fótinn í þeirri stétt þá gæti ég nú varla úthýst fjölmiðlafólki.“ En, að allt öðru. Jóhannes segir tengdaforeldrana káta með að hann sé nú að taka upp þennan kyndil. „Já, þau eru bara ánægð að við séum að nýta húsið betur. Núna þegar framkvæmdum þarna í nágrenninu er loksins að ljúka er kominn grundvöllur fyrir því að hafa opið, sérstaklega eftir að torgið við Bæjarins Bestu var gert upp og hætti að vera bílastæði. Þó að þau sjái eftir stæðunum þá sjá þau eins og ég tækifærin í að nýta innganginn þeim megin.“
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira