Glíman við hindranirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar hefur í ýmis horn að líta. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
„Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira