Fleetwood og McIlroy leiða en eyjaholan fór illa með Tiger Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2019 23:15 Það var erfitt hjá Tiger í lok hringsins vísir/getty Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tommy Fleetwood og Rory McIlroy leiða Players mótið eftir tvo hringi á tólf höggum undir pari. Tiger Woods fékk fjórfaldan skolla á næst síðustu holunni. Fleetwood var í forystu eftir fyrsta daginn ásamt Keegan Bradley. Hann náði ekki alveg jafn góðu flugi í dag og í gær, en spilaði þó á fimm höggum undir pari og hélt forystu sinni. Bradley átti hins vegar alls ekki góðan dag í dag og féll niður í 15. sæti. Rory McIlroy átti frábæran endasprett. Hann byrjaði hringinn á skolla en svo fóru fuglarnir að detta inn. Hann endaði hringinn svo á erni á 16. holu og fugli á þeirri 17. og jafnaði þar með Fleetwood á toppnum. Tiger Woods var nálægt því að eiga fullkominn hring, hafði farið 16 holur án þess að fá skolla en hann missteig sig all svaðalega á 17. holu, hinni þekktu eyjaholu. Hann fékk margfaldan skolla, holan er par 3 en hann fór holuna á sjö höggum. Hann skaut ítrekað í vatnið og komst ekki inn á flöt fyrr en í fimmta högginu sínu. Þar þurfti hann svo að tvípútta. Tiger kláraði hringinn í dag á einu höggi undir pari eftir þennan hrikalega skolla og er í 38. sæti á þremur höggum undir pari samtals. Sigurvegari síðasta árs Webb Simpson hefur ekki náð að vera á meðal efstu manna, hann spilaði í dag á tveimur höggum undir pari líkt og í gær og er því á fjórum höggum undir pari. Niðurskurðurinn er við tvö högg undir parið. Jim Furyk átti besta hring dagsins í dag. Hann fór hringinn á átta höggum undir pari og skaust upp í hóp efstu manna. Furyk fékk ekki einn skolla á hringnum, hann fékk átta fugla og því fór hann nærri helminginn af holunum á fugli. Samtals er hann á níu höggum undir pari í 3. - 6. sæti.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti