„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 20:51 Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. Vísir/vilhelm „Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53