Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín. Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að settar verði upp varnir í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutningi á ófrosnu kjöti til landsins. Guðrún Tryggvadóttir, nýr formaður Bændasamtakanna óttast að innflutningurinn valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum og færri störfum í landbúnaði. Fjölmenni sat ársfund Bændasamtaka Íslands sem fór fram á Hótel Örk í dag , bændur alls staðar af landinu og aðrir gestir. Aðalfundarstörf fóru fram fyrir hádegi en eftir hádegi var ráðstefnudagskrá um sérstöðu íslensks landbúnaðar. Nýr formaður Bændasamtakanna kom víða við í sínu erindi og lýsti miklum áhyggjum af innflutningi á kjöti til landsins. „Líklegt er að aukin innflutningur valdi minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum, það leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því er ekki einungis vegið að bændum heldur minnkar fæðuöryggi Íslendinga. Það þarf ekki annað að landið einangrist vegna náttúruhamfara eða ófriðar. Læknar hafa bent á að tíðni matarsýkinga í mönnum aukast með auknu magni á innfluttum vörum. Það á við um fleira en ferskt kjöt því mælingar hafa sýnt að grænmeti getur líka borið mér sér margvísleg smit“, sagði Guðrún.Katrín fór ekki tómhent heim af fundinum því hún var leyst út með fallegum íslenskum blómvendi. Hún er hér með Guðrúnu Tryggvadóttur, formanni Bændasamtaka Íslands.Forsætisráðherra, sem ávarpaði fundinn sagði að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu sammælst um aðgerðaráætlun um sýklalyfjaofnæmi vegna hugsanlegs innflutnings á ófrosnu kjöti til landsins en málið snýst um dóm Efta dómstólsins, sem féll um frystiskyldu á kjöti og á rætur að rekja til skuldbindinga, sem íslensk stjórnvöld gengust undir árin 2005 til 2009. „Hugsunin er sú að settar og reistar verði varnir við camfilobakter og salmonellu í nýju frumvarpi ráðherrans, sem ætlað er að bregðast við dómnum. Þetta er auðvitað ný nálgun í þessu máli en ég hef ekki trú á öðru en að sú nálgun standist EES samninginn, samhliða því að geta reist raunverulegar varnir fyrir okkar stöðu, okkar einstöku stöðu þegar kemur að matvælaheilbrigði“, sagði Katrín.
Heilbrigðismál Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira