Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í kjörstöðu í undanúrslitum þýsku Bundesligunnar í körfubolta eftir sigur á EWE Baskets Oldenburg.
Martin skoraði 10 stig, tók þrjú fráköst og átti fimm stoðsendingar í 79-68 sigri Berlínarliðsins.
Gestirnir í EWE byrjuðu leikinn betur en nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik. Staðan í hálflelik var 32-29 fyrir heimamenn.
Þriðji leikhluti byrjaði jafn en undir lok hans náði Berlínarliðið að stíga aðeins fram úr og fór að lokum með þægilegan sigur.
Alba hefur nú unnið tvo fyrstu leiki einvígisins, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit.
Martin sigri frá úrslitum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn