Óvissustigi aflýst en minni virkni getur samt verið undanfari goss Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 16:48 Sérfræðingar fylgjast með eldstöðinni allan sólarhringinn alla daga ársins. Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira