Atvinnurekendur gagnrýna hækkun skatta og gjalda Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 14:00 Viðbúið er að fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hækki á næsta ári með hækkuðu fasteignamati. Vísir/GVA Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með. Skattar og tollar Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með.
Skattar og tollar Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira