Eaton seldi fyrir 1,1 milljarð í Símanum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 08:00 Sviptingar hafa verið í hluthafahópi Símans undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu samanlagt um 2,6 prósenta hlut, jafnvirði tæplega 1,1 milljarðs króna, í Símanum í liðnum mánuði. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjarskiptafélagsins. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – hafa þannig selt alls 3,1 prósents hlut í Símanum á umliðnum tveimur mánuðum og fara nú með 5,9 prósent í félaginu. Aðrir erlendir fjárfestingarsjóðir í hópi stærstu hluthafa Símans, að bresku eignastýringunni Miton undanskilinni, hafa jafnframt minnkað við sig í fjarskiptafélaginu síðustu vikur og mánuði samhliða því sem Stoðir, eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, hafa keypt ríflega átta prósenta hlut í félaginu. Sjóðir á vegum annars vegar bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management og hins vegar breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners eru til að mynda ekki lengur á lista yfir stærstu hluthafa Símans þar sem þeir hafa verið síðustu ár. Erlendu fjárfestingarsjóðirnir í hluthafahópi Símans hófu að minnka við hlut sinn í fjarskiptafélaginu í apríl en eins og Markaðurinn hefur greint frá seldu þeir samanlagt um 2,4 prósenta hlut, sem jafngildir um 980 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í félaginu á fyrstu tveimur vikum aprílmánaðar. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og TM, hófu að fjárfesta í Símanum í apríl og eru nú stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi félagsins með 8,1 prósents hlut. Gengi bréfa Símans hefur hækkað um 18 prósent frá áramótum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira