Hriktir í afaveldinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun