Hriktir í afaveldinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Æ meira ber orðið á meinfýsi í opinberum samskiptum fólks. Þá þróun má sennilega að mestu rekja til samfélagsmiðla og kommentakerfa. Þar er föstum skotum skotið í allar áttir og lítið hirt um mannasiði. Alla tíð hefur verið til fólk af báðum kynjum sem ekki liggur á skoðunum sínum en nettröllin eru nýtt fyrirbæri. Vitaskuld er auðveldara að vera með ljótan munnsöfnuð og dónaskap á bak við tölvuskjá, en að hafa uppi slíkan málflutning augliti til auglitis og þurfa að standa fyrir máli sínu. Sum nettröll skrifa undir nafni, en önnur ekki. Mörg þeirra þekkja flestir úr umræðunni. Mörg hafa áður verið í háum stöðum og notið virðingar í samfélaginu. Engu er líkara en þau séu í örvæntingu og eygi síðasta möguleikann til að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Nafnleysingjunum virðist líða sérlega illa í eigin skinni og þurfa útrás úr handanheimum sínum með því að rægja samborgara sína og tala niður til þeirra sem eru á öndverðum meiði. Sjaldnast verður úr þessu uppbyggileg rökræða. Athygli vekur að nettröllin virðast mörg hver hafa sameinast að baki tveimur málefnum sem undanfarið hafa verið mikið til umræðu; annað er framsækið frumvarp um þungunarrof og hitt þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar setti sig eftirminnilega á háan hest og þóttist í stöðu til að taka formann velferðarnefndar, Halldóru Mogensen, í kennslustund í þingstörfum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum. Halldóra hafði tjáð þá skoðun sína að hún væri hlynnt frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að lokum 22. viku, sem þingmanninum fyrrverandi var á móti skapi. Annað dæmi er fyrrverandi bankastjóri sem tók Sjálfstæðisflokkinn fyrir í færslu. Hann saknaði greinilega liðins tíma þegar foringjar voru foringjar og sagði landslagið breytt, um það leyti sem umræða um þriðja orkupakkann stóð sem hæst. Stærstu sneiðina fengu varaformaður og ritari flokksins sem fara fyrir málinu og eru báðar ungar konur, en þó á líkum aldri og bankastjórinn var sjálfur þegar honum var treyst til að stýra heilum banka. Hann hélt því fram af alkunnri smekkvísi að varaformaðurinn væri í sínu hlutverki vegna glæsileika og ritarinn því hún væri „sætasti krakkinn“ í flokknum. Orkupakkinn og þungunarrof eru bara nýjustu dæmin um málefni sem slá marga málglaða út af laginu. Margt annað má tína til, ekki síst þegar karlar sem sakna forréttinda sinna tala niður til kvenna sem komast til áhrifa. Vondu fréttirnar eru að enn er til fólk sem lítur svo á að ungar konur eigi ekkert erindi; hvort sem er í stjórnunarstöður fyrirtækja eða í stjórnmál. Góðu fréttirnar eru að sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar