Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt sem gerði markalaust jafntefli gegn Dynamo Dresden í næst efstu deild þýska boltans í dag.
Þetta var 4.umferðin í deildarkeppninni en fyrir leikinn var Darmstadt með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir jafntefli gegn stórliði Hamburger SV í fyrstu ferðinni og sigur gegn Holstein Kiel í þeirri næstu. Liðið tapaði hins vegar 4-0 gegn Osnabruck í síðustu umferð og höfðu því mikið að sanna í leiknum í dag.
Eins og áður segir lék Guðlaugur Victor allan leikinn en hann gekk til liðs við þýska liðið í janúar og skrifaði þá undir þriggja ára samning.
