Fullyrða að endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík muni draga verulega úr mengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:00 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar. Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar.
Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira