Af jörðu munt þú aftur upp rísa Lind Einarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 11:56 Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Tímamót Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun