Björgunarsveitir og sjúkraflutningalið á Suðurlandi fengu útkall á tólfta tímanum í dag vegna slasaðrar konu við Skógafoss.
Fyrstu viðbragðsaðilar komu að konunnium klukkan tólf og unnið er að því að koma henni í sjúkrabíl. Hún verður í kjölfarið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Konan slasaðist á fæti þegar hún hrasaði.
Uppfært klukkan 13:00
Aðgerðum við Skógafoss er nú lokið. Björgunarfólk flutti konuna í björgunarsveitarbíl sem kom henni að þjóðveginum þar sem hún var flutt yfir í sjúkrabíl sem flutti hana á Selfoss til aðhlynningar.
Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að karlmaður hefði slasast við Skógafoss. Hið rétta er að það var kona sem slasaðist.
Kona slasaðist við Skógafoss
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
