Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell | Frábær Haukasigur í Hafnarfirði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 19:45 Berglind Gunnarsdóttir í Snæfellsliðinu. vísir/bára Haukar vann góðan sigur á sterku liði Snæfells í kvöld þegar liðin mættust í 20.umferð Domino’s deild kvenna. Lokatölur urðu 73-67 eftir mjög jafnan og spennandi leik. Það var augljóst snemma leiks að heimaliðið ætlaði ekki að gefa neitt eftir í dag en þær voru gífurlega grimmar undir körfunni. Liðin skiptust á að leiða leikinn en staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta, 17-17. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta en liðin héldu áfram að deila forystunni en gestirnir enduðu leikhlutann betur og leiddu með minnsta mun í hálfleik, 33-34. Snæfell hélt Haukum ekki langt frá sér meirihluta þriðja leikhluta en það var síðan í lok hans þar sem Haukar náðu yfirhöndinni í leiknum. Þær leiddu með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Þrátt fyrir að missa forystuna í byrjun fjórða leikhluta sýndu heimastelpur mikinn karakter með því að komast aftur yfir og sóknarleikur gestanna var í allskonar vandræðum. Haukastelpur komust síðan 6 stigum yfir þegar rétt rúmar 2 mínútur voru eftir og þann mun náði Snæfell ekki að ná niður og Haukastelpur fögnuðu gífurlega sterkum og góðum sigri, 73-67. Af hverju vann Haukar? Haukastelpur unnu þennan leik einfaldlega af því að þær vildu þetta meira. Þær voru grimmari í nánast öllum aðgerðum og gáfu gestunum lítinn tíma og pressuðu þær stíft. Hverjar stóðu upp úr? Hjá heimaliðinu var Lele Hardy atkvæðamest eins og svo oft áður! Þrátt fyrir villuvandræði snemma leiks þá endaði hún leikinn með 19 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar á rétt rúmum 29 mínútum. Janine Guijt kom næst á eftir henni með 17 stig. Hjá gestunum var Kristen McCarthy atkvæðamest með 25 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst á eftir henni með 21 stig. Hvað gekk illa? Vítanýting beggja liða var alls ekki góð. Haukastelpur settu niður 14 af 26 vítum á meðan Snæfell setti niður aðeins 10 víti af 19. Angelika Kowalski vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst en hún átti líklega sinn versta leik í Snæfellstreyjunni. Hún fékk 5 villur snemma í fjórða leikhluta og endaði leikinn með 0 stig, 1 fráköst og 1 stoðsendingu, 0 af 5 í skotum. Hvað gerist næst? Snæfell hefur ekki mikinn tíma til að svekkja sig á þessu tapi en þær eru að fara í undanúrslitaleik í bikarnum gegn sterku liði Vals næstkomandi miðvikudag. Haukastelpur fá góða hvíld fyrir næsta leik en þær fara á Borgarnes þann 20.febrúar og mæta liði Skallagríms. Baldur: Einstaklingsframtak er ekki rétta svarið Baldur Þorleifsson þjálfari Snæfells var mjög svekktur eftir tapið í dag og sagði að hugsanlega hefði bikarleikurinn næsta miðvikudag truflað liðið. „Það er augljóst af hverju við töpum þessum leik í dag, Haukaliðið var mikið skipulagðara og agaðra heldur en við og við hlaupum 1 á móti 5 hauslausar. Í þessu fáu skipti þar sem við látum boltann ganga þá gekk vel.” Hann var sammála því að sóknarleikurinn hafi verið vandamálið í dag og hann sagði að liðið viti það vel að einstaklingsframtak sé ekki rétta svarið í sókninni. Liðið hefur ekki marga daga til að jafna sig eftir þetta en þeirra bíður stórleikur í bikarnum og segist Baldur vera spenntur fyrir leiknum. „Ég er bara mjög spenntur fyrir þeim leik og kannski var það vandamál í dag. Hugsanlega er hausinn kominn lengra en hann á að vera í augnablikinu sem stundum gerist í leikjum.” Hann segir að þessir leikir séu þeir skemmtilegustu. Liðið er minna liðið og ólíklegra til að sigra og það geti gefið þeim mikið. „Það er langbest að vera underdog, koma inn á fullum krafti og sýna hvað maður getur. Það er það eina sem er í boði.” Baldur sagði að lokum að Stykkishólmur verði væntanlega tómur næstkomandi miðvikudag þar sem það verður fjölmennt á leikinn. Ólöf Helga: Leikplanið gekk fullkomlega upp Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Hauka var hæstánægð með sigur sinna stelpna en þær voru mjög grimmar í dag og verðskulduðu sigurinn. „Ég er mjög ánægð með þennan sigur og að hafa náð að klára þetta í lokin og að hafa brotið ísinn.” Hún var sammála því að varnarleikurinn þeirra hafi gert gestunum erfitt fyrir og hafi að lokum skilað sigri. Hún sagði að þeirra leikplan hafi gengið fullkomlega upp. Þrátt fyrir villuvandamál Lele þá spilaði liðið mjög vel án hennar, Ólöf sagði það einfaldlega vegna þess að þær eru með gott lið og margar góðar stelpur. „Ég er bara með ógeðslega flott lið sem nær vel saman og við höfum aldrei lent í vandræðum án Lele. Þær eru mjög sterkar andlega og geta alltaf komið sterkari til baka.” Markmið Hauka er að bæta sig í hverjum leik og Ólöf segir að það sé að takast og liðið sé að vaxa mikið. „Markmið okkar er að bæta okkur og það er að takast. Þetta er mjög lærdómsríkt tímabil og ég trúi því að fyrir heildarmyndina sé flottir hlutir að gerast.” Hún sagði að lokum að það kæmi ekkert annað til greina en að sigra Skallagrím í næsta leik og taka sjötta sætið sem er í boði. Dominos-deild kvenna
Haukar vann góðan sigur á sterku liði Snæfells í kvöld þegar liðin mættust í 20.umferð Domino’s deild kvenna. Lokatölur urðu 73-67 eftir mjög jafnan og spennandi leik. Það var augljóst snemma leiks að heimaliðið ætlaði ekki að gefa neitt eftir í dag en þær voru gífurlega grimmar undir körfunni. Liðin skiptust á að leiða leikinn en staðan var jöfn að loknum fyrsta leikhluta, 17-17. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta en liðin héldu áfram að deila forystunni en gestirnir enduðu leikhlutann betur og leiddu með minnsta mun í hálfleik, 33-34. Snæfell hélt Haukum ekki langt frá sér meirihluta þriðja leikhluta en það var síðan í lok hans þar sem Haukar náðu yfirhöndinni í leiknum. Þær leiddu með einu stigi fyrir lokaleikhlutann, 52-51. Þrátt fyrir að missa forystuna í byrjun fjórða leikhluta sýndu heimastelpur mikinn karakter með því að komast aftur yfir og sóknarleikur gestanna var í allskonar vandræðum. Haukastelpur komust síðan 6 stigum yfir þegar rétt rúmar 2 mínútur voru eftir og þann mun náði Snæfell ekki að ná niður og Haukastelpur fögnuðu gífurlega sterkum og góðum sigri, 73-67. Af hverju vann Haukar? Haukastelpur unnu þennan leik einfaldlega af því að þær vildu þetta meira. Þær voru grimmari í nánast öllum aðgerðum og gáfu gestunum lítinn tíma og pressuðu þær stíft. Hverjar stóðu upp úr? Hjá heimaliðinu var Lele Hardy atkvæðamest eins og svo oft áður! Þrátt fyrir villuvandræði snemma leiks þá endaði hún leikinn með 19 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar á rétt rúmum 29 mínútum. Janine Guijt kom næst á eftir henni með 17 stig. Hjá gestunum var Kristen McCarthy atkvæðamest með 25 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst á eftir henni með 21 stig. Hvað gekk illa? Vítanýting beggja liða var alls ekki góð. Haukastelpur settu niður 14 af 26 vítum á meðan Snæfell setti niður aðeins 10 víti af 19. Angelika Kowalski vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst en hún átti líklega sinn versta leik í Snæfellstreyjunni. Hún fékk 5 villur snemma í fjórða leikhluta og endaði leikinn með 0 stig, 1 fráköst og 1 stoðsendingu, 0 af 5 í skotum. Hvað gerist næst? Snæfell hefur ekki mikinn tíma til að svekkja sig á þessu tapi en þær eru að fara í undanúrslitaleik í bikarnum gegn sterku liði Vals næstkomandi miðvikudag. Haukastelpur fá góða hvíld fyrir næsta leik en þær fara á Borgarnes þann 20.febrúar og mæta liði Skallagríms. Baldur: Einstaklingsframtak er ekki rétta svarið Baldur Þorleifsson þjálfari Snæfells var mjög svekktur eftir tapið í dag og sagði að hugsanlega hefði bikarleikurinn næsta miðvikudag truflað liðið. „Það er augljóst af hverju við töpum þessum leik í dag, Haukaliðið var mikið skipulagðara og agaðra heldur en við og við hlaupum 1 á móti 5 hauslausar. Í þessu fáu skipti þar sem við látum boltann ganga þá gekk vel.” Hann var sammála því að sóknarleikurinn hafi verið vandamálið í dag og hann sagði að liðið viti það vel að einstaklingsframtak sé ekki rétta svarið í sókninni. Liðið hefur ekki marga daga til að jafna sig eftir þetta en þeirra bíður stórleikur í bikarnum og segist Baldur vera spenntur fyrir leiknum. „Ég er bara mjög spenntur fyrir þeim leik og kannski var það vandamál í dag. Hugsanlega er hausinn kominn lengra en hann á að vera í augnablikinu sem stundum gerist í leikjum.” Hann segir að þessir leikir séu þeir skemmtilegustu. Liðið er minna liðið og ólíklegra til að sigra og það geti gefið þeim mikið. „Það er langbest að vera underdog, koma inn á fullum krafti og sýna hvað maður getur. Það er það eina sem er í boði.” Baldur sagði að lokum að Stykkishólmur verði væntanlega tómur næstkomandi miðvikudag þar sem það verður fjölmennt á leikinn. Ólöf Helga: Leikplanið gekk fullkomlega upp Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Hauka var hæstánægð með sigur sinna stelpna en þær voru mjög grimmar í dag og verðskulduðu sigurinn. „Ég er mjög ánægð með þennan sigur og að hafa náð að klára þetta í lokin og að hafa brotið ísinn.” Hún var sammála því að varnarleikurinn þeirra hafi gert gestunum erfitt fyrir og hafi að lokum skilað sigri. Hún sagði að þeirra leikplan hafi gengið fullkomlega upp. Þrátt fyrir villuvandamál Lele þá spilaði liðið mjög vel án hennar, Ólöf sagði það einfaldlega vegna þess að þær eru með gott lið og margar góðar stelpur. „Ég er bara með ógeðslega flott lið sem nær vel saman og við höfum aldrei lent í vandræðum án Lele. Þær eru mjög sterkar andlega og geta alltaf komið sterkari til baka.” Markmið Hauka er að bæta sig í hverjum leik og Ólöf segir að það sé að takast og liðið sé að vaxa mikið. „Markmið okkar er að bæta okkur og það er að takast. Þetta er mjög lærdómsríkt tímabil og ég trúi því að fyrir heildarmyndina sé flottir hlutir að gerast.” Hún sagði að lokum að það kæmi ekkert annað til greina en að sigra Skallagrím í næsta leik og taka sjötta sætið sem er í boði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti