Erlent

Hreyfillinn logaði skömmu eftir flugtak

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést eldurinn í öðrum hreyflinum vel.
Hér sést eldurinn í öðrum hreyflinum vel. Skjáskot/twitter
Eldur kviknaði í hreyfli flugvélar af gerðinni Boeing 777 á vegum flugfélagsins Philippine Airlines skömmu eftir flugtak á fimmtudag. Vélinni var nauðlent skömmu síðar.

Flugvélin var á leið til Manila á Filippseyjum og tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Henni var þó snúið við nær tafarlaust eftir að sprenging varð í öðrum hreyflinum. Í tilkynningu frá flugfélaginu er atvikið rakið til „tæknilegs vandamáls“ í hreyflinum.

Engan úr hópi samtals 342 farþega og átján áhafnarmeðlima sakaði. Þá segir í tilkynningu félagsins að vélin hafi aðeins verið í loftinu í um fimmtán mínútur.

Myndbönd af atvikinu hafa vakið töluverða athygli á netinu. Hluta þeirra má sjá hér að neðan.

Og í þessum spilara má sjá myndband BBC um atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×