Nýr bankastjóri Seðlabanka Evrópu segir mikilvægt fyrir ríki evrusvæðisins að auka fjárfestingar svo þau verði sjálfbærari og viðskiptahalli minnki.
Christine Lagarde flutti sína fyrstu ræðu sem seðlabankastjóri Evrópu í Frankfurt í dag. Hún virtist beina orðum sínum sérstaklega að þeim ríkjum evrusvæðisins sem hafa dregið úr fjárfestingum. Til að mynda Þýskalandi.
„Fjárfestingar eru sérstaklega brýnn þáttur í þeim ráðstöfunum sem við þurfum að grípa til gegn áskorunum okkar því eftirspurn dagsins í dag og framboð morgundagsins eru í húgi. Auðvitað þurfa fjárfestingar að vera landsmiðaðar en í dag er þverlæg þörf fyrir fjárfestingar í sameiginlegri frmatíð þar sem seaman fer aukin framleiðni með stafrænni og grænni áherslu,“ sagði Lagarde.
Þá sagði Lagarde að þótt öllu mætti vissulega ofgera væru fjárfestingar á evrusvæðinu nú í algjöru lágmarki. „Ef við skoðum opinbera fjárfestingu á evrusvæðinu er hún minni en hún var fyrir kreppuna og hlutdeild framleislukostnaðar í heildarkostnaði, sem spanna rannsóknir á sviði innviða, þróunar og menntunar, hefur einnig lækkað á nær öllu evrusvæðinu frá lokum kreppunnar.“
