Sportpakkinn: Fá góða hjálp frá Lars og Svíum við undirbúninginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:40 Erik Hamrén, Freyr og Lars Eriksson. vísir/getty Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram 26. mars á næsta ári. „Þeir eru lið sem er á mikilli uppleið núna. Það hafa orðið kynslóðaskipti í liðinu. U-21 árs liðið þeirra fór í undanúrslit á EM í sumar sem það vann m.a. England og Króatíu. Ég var á mótinu, sá þá spila og hreifst mikið af þeim,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Rúmenar eru í leit að landsliðsþjálfara eftir að Cosmin Contra var rekinn í gær. „Þeir eru þjálfaralausir og það er talað um að Gheorghe Hagi eða Dan Petrescu taki við. Það getur oft veitt liðum innblástur en líka verið erfitt í fyrstu leikjunum. Það eru plúsar og mínusar við það en þetta flækir aðeins undirbúning okkar,“ sagði Freyr. Svíþjóð og Noregur, sem Lars Lagerbäck þjálfar, voru með Rúmeníu í undankeppni EM 2020. Freyr segir að Íslendingar fái hjálp frá frændum sínum. „Við erum hvergi bangnir og erum strax byrjaðir að undirbúa okkur í samvinnu við vini okkar í Noregi og Svíþjóð. Við fáum þeirra skýrslur.“ Ísland fékk heimaleik í undanúrslitunum en ekki í úrslitum umspilsins. „Maður vonaðist til að fá tvo heimaleiki en það fór ekki svo. Við þurfum bara að takast á við það. Þetta er ótrúlega spennandi. Þetta eru tveir úrslitaleikir og öll þjóðin mun fylgjast með. Ég upplifi strákana þannig að þeir þrífist best í því umhverfi þegar mikið er undir,“ sagði Freyr. Ákveða þarf leikstað í umspilinu fyrir 20. desember. Þjálfarar og leikmenn vilja spila á Laugardalsvellinum. „Við höfum sagt okkur skoðun. Við viljum gera allt til að spila hér. Okkur líður vel heima og aðrar þjóðir hræðast að koma hingað. En maður finnur það alveg í þjóðfélaginu að fólk er tilbúið að fara til Kaupmannahafnar og halda gott partí,“ sagði Freyr.Klippa: Sportpakkinn: Rúmenar sýnd veiði en ekki gefin EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Einn af skærustu stjörnum rúmenska landsliðsins á ekki langt að sækja hæfileikana. 22. nóvember 2019 14:01 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Íslensku A-landsliðin gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári A-landslið Íslands gætu farið fjórar ferðir til Ungverjalands á næsta ári. 22. nóvember 2019 13:20 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Ef Íslendingar komast á EM verða þeir með Þjóðverjum í riðli Komist Ísland á EM 2020 verður liðið í F-riðli með Þýskalandi. 22. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram 26. mars á næsta ári. „Þeir eru lið sem er á mikilli uppleið núna. Það hafa orðið kynslóðaskipti í liðinu. U-21 árs liðið þeirra fór í undanúrslit á EM í sumar sem það vann m.a. England og Króatíu. Ég var á mótinu, sá þá spila og hreifst mikið af þeim,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Rúmenar eru í leit að landsliðsþjálfara eftir að Cosmin Contra var rekinn í gær. „Þeir eru þjálfaralausir og það er talað um að Gheorghe Hagi eða Dan Petrescu taki við. Það getur oft veitt liðum innblástur en líka verið erfitt í fyrstu leikjunum. Það eru plúsar og mínusar við það en þetta flækir aðeins undirbúning okkar,“ sagði Freyr. Svíþjóð og Noregur, sem Lars Lagerbäck þjálfar, voru með Rúmeníu í undankeppni EM 2020. Freyr segir að Íslendingar fái hjálp frá frændum sínum. „Við erum hvergi bangnir og erum strax byrjaðir að undirbúa okkur í samvinnu við vini okkar í Noregi og Svíþjóð. Við fáum þeirra skýrslur.“ Ísland fékk heimaleik í undanúrslitunum en ekki í úrslitum umspilsins. „Maður vonaðist til að fá tvo heimaleiki en það fór ekki svo. Við þurfum bara að takast á við það. Þetta er ótrúlega spennandi. Þetta eru tveir úrslitaleikir og öll þjóðin mun fylgjast með. Ég upplifi strákana þannig að þeir þrífist best í því umhverfi þegar mikið er undir,“ sagði Freyr. Ákveða þarf leikstað í umspilinu fyrir 20. desember. Þjálfarar og leikmenn vilja spila á Laugardalsvellinum. „Við höfum sagt okkur skoðun. Við viljum gera allt til að spila hér. Okkur líður vel heima og aðrar þjóðir hræðast að koma hingað. En maður finnur það alveg í þjóðfélaginu að fólk er tilbúið að fara til Kaupmannahafnar og halda gott partí,“ sagði Freyr.Klippa: Sportpakkinn: Rúmenar sýnd veiði en ekki gefin
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Einn af skærustu stjörnum rúmenska landsliðsins á ekki langt að sækja hæfileikana. 22. nóvember 2019 14:01 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Íslensku A-landsliðin gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári A-landslið Íslands gætu farið fjórar ferðir til Ungverjalands á næsta ári. 22. nóvember 2019 13:20 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Ef Íslendingar komast á EM verða þeir með Þjóðverjum í riðli Komist Ísland á EM 2020 verður liðið í F-riðli með Þýskalandi. 22. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Einn af skærustu stjörnum rúmenska landsliðsins á ekki langt að sækja hæfileikana. 22. nóvember 2019 14:01
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Íslensku A-landsliðin gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári A-landslið Íslands gætu farið fjórar ferðir til Ungverjalands á næsta ári. 22. nóvember 2019 13:20
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38
Ef Íslendingar komast á EM verða þeir með Þjóðverjum í riðli Komist Ísland á EM 2020 verður liðið í F-riðli með Þýskalandi. 22. nóvember 2019 12:00