Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:01 Hagi-feðgarnir eru báðir númer tíu. vísir/getty Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38