Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 06:15 Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Nordicphotos/Getty Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira