Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 21:39 Skúli Gunnar Sigfússon hefur verið ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots félagsins EK1923. vísir/gva Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00